Hið rótgrónna og fjölskylduvæna Vogahverfi stækkar. Með tilkomu Vogabyggðar myndast falleg ný íbúðabyggð á gömlum grunni. Við Trilluvog rísa vistvænar og nútímalegar íbúðir og raðhús í einstöku umhverfi. Stutt er að sækja alla helstu þjónustu með auðveldu aðgengi að helstu samgönguæðum og í göngufæri við ein af fallegustu útivistarsvæðum borgarinnar.

Fjölbýli

Yfir 40 bjartar og vel skipulagðar íbúðir í þremur fjölbýlishúsum sem standa í mismunandi hæð umhverfis skjólstæðan garð. Fjölbreytt úrval íbúða er í boði, allt frá einstaklingsíbúðum til íbúða fyrir fjölmennari fjölskyldur. Húsin eru þrjár til sex hæðir ásamt bílakjallara og geymslurými.

Raðhús

Á lóð Trilluvogs standa fimm glæsileg og fallega hönnuð raðhús gengt fjölbýlishúsunum. Raðhúsin eru á tveimur hæðum auk kjallara með geymslu og tveimur svefnherbergjum. Því er möguleiki á að leigja kjallarann út sem aukaíbúð. Hægt er að ganga beint úr kjallara inn í bílakjallara. Með raðhúsunum fylgja tvö bílastæði í kjallara ásamt aukageymslu í sameign.

Almenningsrýmin eru hönnuð með áherslu á sólríka staði, skjólmyndun og upplifun fyrir íbúa og gesti.

Lýsing eigna

Einstök hönnun íbúða og raðhúsa við Trilluvog gerir það að verkum að almenn rými eignanna eru mjög opin og björt. Spilar þar aukin lofthæð lykilhlutverk en hún nær allt frá þremur metrum í rúmlega fjóra metra.

Allar íbúðir á jarðhæð hafa sérafnotaflöt sem snýr inn í garð byggingana, hluti þessara íbúða eru með sérinngang.

Smelltu hér til að skoða verðlista

Vogabyggð

Vogabyggð er nýtt hverfi á gömlum grunni við ósa Elliðaáa. Verðlaunuð hönnun hverfisins einkennist af fallegri og nútímalegri byggð. Í Vogabyggð má finna glæsileg og opin almenningsými, vandaða stíga og strandsvæði sem endurspeglar gæði umhverfis og samfélags. Byggðin samanstendur af fjölbreyttri blöndu atvinnu- og íbúðarhúsnæða sem heldur utan um fjölbreytt og skapandi mannlíf.

Í hjarta hverfisins er torg sem dregur fram sterka og hlýlega hverfismiðju sem ýtir undir samskipti meðal fólks. Framtíðarsýn hverfisins er gríðarlega metnaðarfull og er Vogabyggð fyrirmyndar svæði hvað varðar vistvæna byggð og framfarir í mannvirkjagerð.

Hverfið er í göngufæri frá nokkrum af helstu útivistarperlum borgarinnar svo sem Elliðaárdalinn, Elliðaárvog, smábátahöfnina og Laugardalinn. Vogabyggð er frábær kostur fyrir alla þá sem kjósa að búa í umhverfi sem býður bæði upp á borgarbrag og í senn sterka tengingu við náttúruna.

Arkitekt

trod

Byggingaraðili

landris

Söluaðilar